20.5.2016 | 09:36
Íslenska-Bókagagnrýni Galdrastafir og Græn augu
Ég var að lesa bókina galdrastafir og græn augu með bekknum mínum. Meðan við vorum að lesa bókina lærði ég fullt um lífið á 17 öld. Mér fannst bókin mjög spennandi og stundum gat maður ekki slitið sig frá bókinni.
Hér fyrir neðan geturu séð bókaganrýnið sem ég skrifaði.
Bókin byrjar á því að Sveinn fer með fjölskyldunni sinni í bíltúr, hann fann stein og hann byrjaði að strjúka hann og segja þulur. Allt í einu kom eitthvað fyrir hann og hann lenti í fortíðinni árið 1713. Hann varð mjög hræddur og hélt að þetta var draumur en þegar hann sá strák sem hét Jónas vissi hann að svo væri ekki. Jónas leyfði honum að gista hjá sér. Þegar Sveinn fékk mat var hann mjög hissa hvað hann fékk lítinn mat. Þegar hann var í nútiðinni fékk hann miklu meiri mat á diskinn. Á bænum var vinnustelpa sem hafði misst foreldra sína. Sveini fannst hún mjög sæt. Á bæ nokkrum bjó séra Eiríkur en hann var prestur og talin vera galdramaður. Á meðan dvöl hans stóð á þessu árstímabili lenti hann í háskalegum ævintýrum.
Mér fannst bókin spennandi og skemmtileg. Stundum gat maður ekki hætt að lesa hana. Mér fannst ég læra svo lítið um fortíðina eftir að ég hafði lesið þessa bók, eins og að börnin þurftu að vinni húsverkin með foreldrum sínum. Ég myndi mæla með þessari bók ef þú villt kynnast fortíðinni og lífinu í gamla daga. Mér fannst endirinn svekkja okkur smá því það ætti að vera framhald af bókinni. Bókin endaði frekar spennandi og þá langar mér rosalega að lesa framhald eða einhverja aðra bók eftir hana. Ég myndi klárlega mæla með henni ef maður fílar spennandi bækur þá væri þetta rétta bókin fyrir þig. Ég myndi gefa þessari bók 4 stjörnur af 5.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.