29.4.2016 | 09:31
Úlfljótsvatn
Við krakkarnir í 7.bekk í Ölduselsskóla vorum á Úlfljótsvatni dagana 25 apríl- 28 apríl. Í þessari ferð gerðum við helling og lærðum af hverju Úlfljótsvatn heitir Úlfljótsvatn. Ég lærði líka að skjóta af boga og það var geðveikt. Mér fannst maturinn þarna var æðislegur og fólkið þarna var líka æði. Við fórum í fullt af leikjum og það var líka gaman því að í Reykjavík er ekki mikið pláss til þess að leika sér og þarna var mikið pláss og engir bílar á ferðinni. Þegar við vorum með frjálsan tíma vorum við stundum að slaka á en annars að leika okkur. Það var klifurveggur þarna sem var stærsti klifurveggur á Íslandi en hann var 10 m hár. Á staðnum var einnig wipeout braut sem maður gat buslað og leikið sér í köldu vatni og það var rennibraut þarna og band sem maður getur klifrað yfir og flestir detta niður því þetta er frekar erfitt. Úlfljótsvatn eru skólabúðir,skátabúðir og tjaldsvæði sem er undir Úlfljótsfjalli.
Hér geturu séð video frá því á úlfljótsvatni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2016 | 13:52
Stærðfræði-Garðurinn
Í stærðfræði er ég búin að vera að gera garð verkefni. Ég byrjaði á því að teikna uppkast með mynd af almennings garði og því að þetta var bara uppkast þá litaði ég það ekki og gerði bara svona sirka eins og ég myndi hafa þetta á stóra blaðinu. Þegar ég byrjaði á stóra blaðinu þá þurfti ég að mæla allt sem ég teiknaði. Við fengum blað með fyrirmælum hvað átti að vera á blaðinu og síðan restina af plássinu máttum við ráða hvað var þar eins og ég teiknaði fótboltavöll. Við lituðum síðan og skreytum. Við áttum að teikna kaffi hús, blómabeð, tré, leikvöll og göngustígi.
Bloggar | Breytt 31.5.2016 kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2016 | 13:43
Samfélagsfræði-Setuliðið
Ég var að lesa bókina Setuliðið eftir Ragnar Gíslason. Mér fannst bókin vera mjög skemmtileg og spennandi því að þegar að ég lesa bókina stoppaði ég alltaf á svo spennandi stöðum og síðan næst þegar ég byrjaði að lesa leystist alltaf spennan. Mér fannst þessi bók svo fræðandi að stundum langaði mig ekki að hætta að lesa. Það var fræðandi að lesa þessa bók eins og ég vissi ekki að Garðarholtið væri til. Bókin gerist bæði á Íslandi og Bretlandi árið 1940 og í nútíðinni. Höfundurinn náði að byggja bókina þannig að hún byrjaði alveg ágæt og síðan var hún alltaf meira spennandi. Boðskapur höfundar er að betra er að játa mistök sín og biðjast fyrirgefningar. Gallinn er sá að bókin var stundum svo langdreginn og þetra er frábær bók.
Bloggar | Breytt 7.6.2016 kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2015 | 11:24
Samfélagsfræði-Staðreyndir um Evrópu
Í náttúrufræði er ég búin að vera með verkefni síðastliðnar vikur um Evrópu. Ég fékk spurninga blað hjá Önnu kennara og á þessu spurningablaði voru allskonar spurningar um Evrópu sem ég þurfti að svara og leita af svarinu í bókinni Evrópu.Þegar ég var búin að finni svörin við öllum spurningunum fór ég í tölvur og opnaði word og byrjaði að ger a forsíðu og byrjaði að svara fyrstu spurningunum. Ég fann myndir á google sem voru lýsandi fyrir textann sem myndirnar voru hjá. Mér fannst þetta verkefni alveg ágæt en mér fannst eins og ég myndi ekki ná að klára það fyrst en að lokum þá náði ég að klára það. Í endann á verkefninu var ég að setja allt saman þannig að útlitið væri flott.Ég reyndi að gera verkefnið eins flott. Ég lærði helling um Evrópu eins og að Volga væri lengsta áin og hún er 3700 km löng og hún er jafn löng og vegalengdin frá Íslandi til Spánar.
Bloggar | Breytt 3.6.2016 kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2015 | 12:03
Náttúrufræði-Spörfuglar
Í náttúrufræði var ég að vinna verkefni um spörfugla og ég notaði power point og gerði glærur þar. Ég fór alltaf í tölvur og var að vinna í verkefninu þangað til að tíminn var búin. Ég fann myndir á google og fór inn á fuglavefinn til þess að finna upplisýngar um fuglana. Ég fékk að velja mér einn spörfugl til þess að skrifa um og ég valdi mér skógarþröst. Ég gerði tvær glærur um einkenni spörfugla, eina forsíðu og þrjár glærur um skógarþröst. Þegar ég var að verða búin að vinna þetta verkefni lærði ég helling um spörfugla og skógarþröst eins og þegar spörfuglar hoppa þá hoppa þeir jafnfætis. Mér fannst þetta verkefni alveg ágætlega skemmtilegt.
Hér getur þú séð verkefnið mitt
Bloggar | Breytt 31.5.2016 kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2015 | 11:57
Samfélagsfræði-Búddha
Í samfélagsfræði vorum við að vinna með búddha trú og læra um hana. Við horfðum á mynd og vorum að lesa bækur um búddha og þær heita Búddhatrú leiðin til nirvana og maðurinn og trúin. Síðan gerðum við verkefni um Búddhadóm og þetta var ritgerð og þetta var heimildarritgerð og við gerðum heimildarskrá.. Ég skrifaði um ævi búddha og Sangha og Dharm. Siddhartha Gautama var upphafsmaður búddhatrúar og hann var kallaður búddha eftir að hafa gengið um Indland í 45 ár að leita af tilgangi lífsins. Orðin í ritgerðinni þurftu að vera 800-1200 orð. Ég lærði að Sangha æri samfélag munka og nunna og að Dharma væri kenning búddha. Búddhistar hugleiða mikið og fara eftir ströngum reglum sem búddha setti þeim eins og orðin í áttfalda stígnum og sannindin fjögur. Mér fannst þetta verkefni skemmtilegt og fróðlegt. Samt það var pínu flókið fyrst því að þá skyldi ég ekki hvað maður átti að gera en síðan leystist það og þá var skemmtilegt að vinna í þessu verkefni.
Hérna geturðu séð verkefnið sem ég gerði
Bloggar | Breytt 31.5.2016 kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2015 | 12:15
íslenska-Ritun
í íslensku þá vorum við í ritun og ég ákvað að gera tímarit því að mér finnst skemmtilegt að lesa tímaritið Júlía. Í tímaritinu þá er ég að fjalla um One direcition sem er stráka hljómsveit sem er fræg, einnig er ég að fjalla um Myley Ray Cyrus eins og þegar hún var ung og þegar hún var eldri í myndum. Síðan eru líka viðtöl við nokkrar stelpur sem eru í Ölduselsskóla. Það tók mig nokkrar vikur að skrifa tímaritið. þegar ég var að skrifa tímaritið mitt þá þurfti ég fyrst að hugsa um hvað ég ætlaði að skrifa um, síðan þurfti ég að afla mér upplisýngar um allt sem ég ætlaði að skrifa og að lokum þá skrifaði ég þetta á bloggið mitt.
Bloggar | Breytt 31.5.2016 kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar